Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2020 13:57 Niðursveifla er í rjúpnastofninum víða um land Það styttist hratt í að rjúpnaveiðitímabilið hefjist og skyttur landsins eflaust farnar að hlakka til þess að ganga á fjöll. Það bregður því smá skugga á þá gleði við lestur á grein á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins og tillögur um ráðlagða veiði. Hér fyrir neðan er fyrsti hluti þessarar tillögu en greinina í heild sinni má finna hér. "Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2020 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 25 þúsund fuglar. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um allt Norðurland, á Austurlandi er stofninn að rísa úr lágmarki og um vestanvert landið er stofninn líklega að ná hámarksfjölda. Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi var afleit og réðu því hrakviðri um miðjan júlí. Þessa illviðris gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um til Norður Þingeyjarsýslu og væntanlega er viðkomubrestur raunin hjá rjúpunni á öllu þessu landsvæði. Á Suðvesturlandi var afkoma rjúpuunga hins vegar ágæt. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá lægsti miðað við síðustu áratugi. Rétt er að taka fram að þessir útreikningar byggja á gögnum fyrir Norðausturland og mögulega er stofnstærð vanmetin." Skotveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði
Það styttist hratt í að rjúpnaveiðitímabilið hefjist og skyttur landsins eflaust farnar að hlakka til þess að ganga á fjöll. Það bregður því smá skugga á þá gleði við lestur á grein á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins og tillögur um ráðlagða veiði. Hér fyrir neðan er fyrsti hluti þessarar tillögu en greinina í heild sinni má finna hér. "Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2020 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 25 þúsund fuglar. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um allt Norðurland, á Austurlandi er stofninn að rísa úr lágmarki og um vestanvert landið er stofninn líklega að ná hámarksfjölda. Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi var afleit og réðu því hrakviðri um miðjan júlí. Þessa illviðris gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um til Norður Þingeyjarsýslu og væntanlega er viðkomubrestur raunin hjá rjúpunni á öllu þessu landsvæði. Á Suðvesturlandi var afkoma rjúpuunga hins vegar ágæt. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá lægsti miðað við síðustu áratugi. Rétt er að taka fram að þessir útreikningar byggja á gögnum fyrir Norðausturland og mögulega er stofnstærð vanmetin."
Skotveiði Mest lesið Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði