Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Karl Lúðvíksson skrifar 7. október 2020 13:57 Niðursveifla er í rjúpnastofninum víða um land Það styttist hratt í að rjúpnaveiðitímabilið hefjist og skyttur landsins eflaust farnar að hlakka til þess að ganga á fjöll. Það bregður því smá skugga á þá gleði við lestur á grein á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins og tillögur um ráðlagða veiði. Hér fyrir neðan er fyrsti hluti þessarar tillögu en greinina í heild sinni má finna hér. "Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2020 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 25 þúsund fuglar. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um allt Norðurland, á Austurlandi er stofninn að rísa úr lágmarki og um vestanvert landið er stofninn líklega að ná hámarksfjölda. Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi var afleit og réðu því hrakviðri um miðjan júlí. Þessa illviðris gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um til Norður Þingeyjarsýslu og væntanlega er viðkomubrestur raunin hjá rjúpunni á öllu þessu landsvæði. Á Suðvesturlandi var afkoma rjúpuunga hins vegar ágæt. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá lægsti miðað við síðustu áratugi. Rétt er að taka fram að þessir útreikningar byggja á gögnum fyrir Norðausturland og mögulega er stofnstærð vanmetin." Skotveiði Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði
Það styttist hratt í að rjúpnaveiðitímabilið hefjist og skyttur landsins eflaust farnar að hlakka til þess að ganga á fjöll. Það bregður því smá skugga á þá gleði við lestur á grein á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um ástand rjúpnastofnsins og tillögur um ráðlagða veiði. Hér fyrir neðan er fyrsti hluti þessarar tillögu en greinina í heild sinni má finna hér. "Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2020 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 25 þúsund fuglar. Rjúpnastofninn er í niðursveiflu um allt Norðurland, á Austurlandi er stofninn að rísa úr lágmarki og um vestanvert landið er stofninn líklega að ná hámarksfjölda. Viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi var afleit og réðu því hrakviðri um miðjan júlí. Þessa illviðris gætti frá Strandasýslu í vestri og austur um til Norður Þingeyjarsýslu og væntanlega er viðkomubrestur raunin hjá rjúpunni á öllu þessu landsvæði. Á Suðvesturlandi var afkoma rjúpuunga hins vegar ágæt. Áætlaður rjúpnafjöldi haustið 2020 er einn sá lægsti miðað við síðustu áratugi. Rétt er að taka fram að þessir útreikningar byggja á gögnum fyrir Norðausturland og mögulega er stofnstærð vanmetin."
Skotveiði Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði