Veiði

Fyrstu lokatölurnar úr laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Elliðaár - fyrsti laxinn 2020, lokatalan úr ánni er 565 laxar.
Elliðaár - fyrsti laxinn 2020, lokatalan úr ánni er 565 laxar.

Það styttist í lokin á þessu laxveiðisumri og lokatölur úr ánum eru farnar að detta inn en sitt sýnist hverjum um veiðitölurnar.

Ef við byrjum bara efst á listanum að þessu sinni yfir lokatölur og skoðum Elliðaárnar þá er lokatalan þar 565 laxar en síðustu dagarnir voru drjúgir því þá voru í ánni vaskir veiðimenn sem þekkja hana vel en lokavikan gaf 47 laxa. Það er í raun margt áhugavert við þessa tölu því þetta er fyrsta sumarið þar sem áinn er bara veidd á flugu og öllum laxi sleppt. 

Það var mikið af laxi í ánni og nokkuð mikil breyting að sama skapi á þeim fjölda sem veiddist á sumum veiðistöðum. Sjávarfoss sem venjulega er einn bestu staðurinn í ánni gaf örfáa laxa þar sem maðkurinn rann ekki lengur um þennan litla en gjöfula hyl. Sama má segja um Teljarastreng, Ullarfoss, Hleinatagl og Stórhyl. Allt góðir maðkastaðir. 

Veiðin fyrir ofan stíflu aftur á móti er ansi mögnuð þar sem Hundasteinar gáfu mest eða 121 lax ef við erum með þetta rétt. Hraun, Símastrengur og Árbæjarhylur koma þar á eftir. Það var svo mikið af laxi í hundasteinum að það hefur ekki sést annað eins í fjöldamörg ár. Það eru flestir á því að þessi tilraun með að veiða ánna aðeins á flugu og sleppa öllu hafi gefist mjög vel. 

En... það sem veiðimenn og unnendur ánna eru ekki ánægðir með er að hætt er að hittast við gamla veiðihúsið fyrir veiði og eftir til að bóka. Einhverjir fullyrða að það vanti töluvert upp á að rétt sé bókað svo aflatalan í ánni gæti verið einhverju hærri.

Aðrar lokatölur á listanum koma úr neðri hluta Skjálfandafljóts en þar veiddust 361 lax sem er 31 laxi meira en í fyrra, Straumarnir í Hvítá með 190 laxa og Búðardalsá með 140 laxa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.