Veiði

Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Hausthængarnir eru fallegir á litin
Hausthængarnir eru fallegir á litin

Nýjar vikulegar veiðitölur voru uppfærðar í gærkvöldi á vefsíðu Landssambands Veiðifélaga og það styttist í fyrstu lokatölur.

Það er ekki mikið nýtt á listanum annað en það að nokkrar ár detta yfir 1.000 laxa múrinn og að Eystri Rangá er búinn að slá sitt gamla met og er komin yfir 8.000 laxa eða nánar til tekið í 8016 laxa og situr örugg á toppnum á listanum eins og hún hefur gert í allt sumar. Ytri Rangá er í öðru sæti og er komin í 2.332 laxa sem er töluverður viðsnúningur frá því í fyrra. Miðfjarðará er síðan í þriðja sæti en aflahæst náttúrulegu ánna  með 1.626 laxa á sínar átta stangir.

Langá á Mýrum og Þverá/Kjarrá eru komnar yfir 1.000 laxa en síðsumarið í þeim tveim hefur verið sérstaklega drjúgt eins og oft áður enda hefur ekki verið talað um að lítið af laxi sé til dæmis í Langá, það sem hefur haft meiri áhrif á heildarveiðina eru fámenn holl sem voru seld til erlendra veiðimanna sem síðan komust ekki og áinn rann þess vegna seld í nokkrum hollum sem að öllu jöfnu hefðu verið að skila 80-100 löxum.

Þetta er klárlega þegar litið er yfir heildina undir meðallagi ár í flestum ánum að Eystri Rangá, Affalli, Þverá í Fljótshlíð, Urriðafossi, Jöklu og Miðfjarðará, svo nokkrar helstu séu nefndar, undanskildum. Þegar mjög gróft er skoðað og bornar saman aflatölur í topp 20 ánum síðast liðin 25 ár þá virðist þetta sumar vera um það bil tveir þriðju af heildarveiði í þessum ám miðað við meðalár, svo já, þetta sumar er undir væntingum en það er ekki eins og Íslenskir veiðimenn séu ekki vanir sveiflum í ánum sínum. Þær eru og verða alltaf til staðar. Listann í heild sinni má finna á vef Landssambands Veiðifélaga www.angling.is
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.