Innlent

Bílslys á Snæfellsnesi: Einn fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrlan var kölluð út um klukkan hálf þrjú.
Þyrlan var kölluð út um klukkan hálf þrjú. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú fyrir skömmu vegna bílslyss á Snæfellsnesi. Einn var fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur til aðhlynningar á Landspítalanum og lenti þyrlan í Reykjavík fyrir um tuttugu mínútum síðan samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 

Útkallið barst um klukkan hálf þrjú í dag. Veginum við Útnes var lokað tímabundið en hann hefur nú verið opnaður að nýju og er umferð stýrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×