Veiði

Góður tími til að veiða urriða í Elliðavatni

Karl Lúðvíksson skrifar
Urriði
Urriði

Það eru bara fimm dagar þangað til veiði lýkur í Elliðavatni en haustið er oft ansi drjúgt sérstaklega þegar það kemur að urriðanum.

Urriðinn í vatninu tekur yfir sumarið oftast best í ljósaskiptunum og á haustin þegar það hallar snemma að degi fer hann fyrr af stað í ætisleit. Það einkennilega er að það eru afar fáir við vatnið þessa síðustu daga sem einmitt er oft besti tíminn fyrir urriðaveiði í vatninu. Þeir örfáu sem hafa verið að kíkja í vatnið hafa verið að fá flotta 2-3 punda urriða og séð nokkra stærri. Það er eins og venjulega best að veiða í húminu á kvöldin, nota straumflugur sem eru strippaðar í stuttum rykkjum , oftast bara á flotlínu með löngum taum en þar sem meira dýpi er í vatninu er oft ágætt að nota hægsökkvandi línu.

Það virðist mest af urriðanum vera að veiðast við Þingnes og undan Elliðavatnsbænum en það hefur líka verið að veiðast flottir fiskar innst í Helluvatni. Þeir sem hafa verið á ferð í Helluvatni hafa líka greint frá því að stóra bleikjan er komin að einhverju leiti inn á hrygningarstaðina sína í Helluvatni og á lygnum degi má sjá þær mjög auðveldlega þar sem það er slegist um hrygningarbletti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.