Veiði

Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar

Nýjar vikutölur voru birtar eins og venjulega í gærkvöldi þar sem farið er yfir stöðuna í laxveiðiánum og það er greinilega komin haustbragur á tölurnar.

Það kemur engum á óvart að Eystri Rangá er á toppnum enda er hún búin að stinga hinar árnar af fyrir löngu. Heildarveiðin í ánni er komin í 7.689 laxa með vikuveiði upp á 327 laxa. Metið í ánni frá 2007 er fallið og það er ljóst miðað við hvað það er mikið af laxi í ánni að hún á ennþá mikið inni enda er meira en mánuður eftir af veiðitímanum. Miðað við vikulegar veiðitölur og að áinn haldist ólituð er 9.000 laxa markið ekki óraunhæft.

Ytri Rangá er svo nokkðu örugg í öðru sæti með 178 laxa veiði og Miðfjarðará situr svo í þriðja sæti listans, hæst hinna náttúlegu laxveiðiáa með 1.507 laxa og hún á nokkuð örugglega eftir að ná veiði síðasta sumars sem var 1.606 laxar. Affallið í Landeyjum er búið að vera á feyknaflugi en áinn er byggð upp af sleppingum eins og Eystri Rangá en Einar Lúðvíksson sem hefur stjórnað sleppingum þar í fjöldamörg ár er líklega sá sem veiðimenn eiga að þakka fyrir þennan árangur. Affallið er komið í 1.422 laxa á fjórar stangir. 

Selá er að skila góðu sumri sem og Hofsá, Haffjarðará, Urriðafoss og Jökla bara svo nokkrar séu nefndar. Vonbrigðin hljóta að liggja mest í Blöndu en veiðin þar er ekki nema 475 laxar, eins er frekar rólegt í Grímsá en þar hafa einungis 461 lax verið færður til bókar. Vatnsdalsá er sömuleiðis róleg með 335 laxa en það toppar líklega engin það sem er að gerast í Laxá í Aðaldal en þar hafa aðeins veiðst 331 lax á 17 stangir. Listann í heild sinni má finna hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.