Vika eftir í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2020 10:19 Breiðan í Elliðaánum er mjög gjöful á göngutímanum Mynd: KL Veiði lýkur í Elliðaánum 15. september en það er óhætt að segja að það sé ennþá góður tími til að veiða. Veiðivísir var á ferðinni við Elliðaárnar seinni partinn í gær og þar voru veiðimenn að setja í laxa og missa, en voru engu að síður komnir með einn 77 sm hæng á land sem var sleppt aftur eins og reglur í ánni gera ráð fyrir. Það er mikið af laxi á efri hluta ánna og staðir eins og Árbæjarhylur, Hundasteinar, Hraun, Símastrengur, Kistur, Fljót og Höfuðhylur bara svo nokkrir séu nefndir eru pakkaðir af laxi. Þetta er spennandi tími að veiða, núna eru nefnilega hængarnir orðnir árásargjarnir og eru duglegir að koma í flugurnar séu þær rétt bornar fram. Það hefur gefist vel í hæga rennslinu í ánni að nota litlar púpur með tökuvara og flugur í 16-18# þar sem meiri straums gætir. Lykilatriði er að koma rólega að stöðum eins og Kistu og byrja ofarlega. Það eru lausar stangir á vefnum hjá Stangó svo þeir sem eru ekki alveg búnir að veiða sig sadda geta stokkið á hálfan dag enda er fín veiðispá framundan. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá: 19 laxar og flestir á smáar flugur Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur Veiði Vorveiðin erfið sökum kulda og hrets Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Veiði lýkur í Elliðaánum 15. september en það er óhætt að segja að það sé ennþá góður tími til að veiða. Veiðivísir var á ferðinni við Elliðaárnar seinni partinn í gær og þar voru veiðimenn að setja í laxa og missa, en voru engu að síður komnir með einn 77 sm hæng á land sem var sleppt aftur eins og reglur í ánni gera ráð fyrir. Það er mikið af laxi á efri hluta ánna og staðir eins og Árbæjarhylur, Hundasteinar, Hraun, Símastrengur, Kistur, Fljót og Höfuðhylur bara svo nokkrir séu nefndir eru pakkaðir af laxi. Þetta er spennandi tími að veiða, núna eru nefnilega hængarnir orðnir árásargjarnir og eru duglegir að koma í flugurnar séu þær rétt bornar fram. Það hefur gefist vel í hæga rennslinu í ánni að nota litlar púpur með tökuvara og flugur í 16-18# þar sem meiri straums gætir. Lykilatriði er að koma rólega að stöðum eins og Kistu og byrja ofarlega. Það eru lausar stangir á vefnum hjá Stangó svo þeir sem eru ekki alveg búnir að veiða sig sadda geta stokkið á hálfan dag enda er fín veiðispá framundan.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá: 19 laxar og flestir á smáar flugur Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Endurheimtur seiða betri en í fyrra Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur Veiði Vorveiðin erfið sökum kulda og hrets Veiði Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Veiði Einstök hellableikja við Mývatn Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði