100 sm urriði úr Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2020 14:59 Artur með stærsta urriðan sem hefur veiðst í Þingvallavatni í sumar. Mynd: www.veidikortid.is Veiðimenn eru ennþá að mæta galvaskir við bakka Þingvallavatns með það markmið að setja í stóra urriða. Við höfum heyrt af mörgum 80-90 sm og þó nokkrum aðeins yfir 90 sm en sá fyrsti sem sannarlega er mældur 100 sm veiddist í fyrradag í Þjóðgarðinum og það var veiðimaðurinn Artur Wójtowicz sem náði þessum svakalega fisk á land. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega fisk. Sama kvöld heyrðum við af öðrum tveimur veiðimönnum sem voru við veiðar í Þjóðgarðinum sem lönduðu átta urriðum um og yfir miðnætti. Það voru fiskar á bilinu 60-80 sm og að þeirra sögn skeði þetta bara á einum klukkutíma þegar það kom greinilega torfa inn í víkina þar sem þeir voru við veiðar. Þeir ætla ekki að gefa upp hvar sú umrædd vík er. Stangveiði Mest lesið 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði
Veiðimenn eru ennþá að mæta galvaskir við bakka Þingvallavatns með það markmið að setja í stóra urriða. Við höfum heyrt af mörgum 80-90 sm og þó nokkrum aðeins yfir 90 sm en sá fyrsti sem sannarlega er mældur 100 sm veiddist í fyrradag í Þjóðgarðinum og það var veiðimaðurinn Artur Wójtowicz sem náði þessum svakalega fisk á land. Við óskum honum innilega til hamingju með þennan glæsilega fisk. Sama kvöld heyrðum við af öðrum tveimur veiðimönnum sem voru við veiðar í Þjóðgarðinum sem lönduðu átta urriðum um og yfir miðnætti. Það voru fiskar á bilinu 60-80 sm og að þeirra sögn skeði þetta bara á einum klukkutíma þegar það kom greinilega torfa inn í víkina þar sem þeir voru við veiðar. Þeir ætla ekki að gefa upp hvar sú umrædd vík er.
Stangveiði Mest lesið 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði