Veiði

Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar

Karl Lúðvíksson skrifar
Mæta erlendir veiðimenn í árnar í sumar?
Mæta erlendir veiðimenn í árnar í sumar? Mynd: KL
Það umhverfi sem blasir við í heiminum af völdum Covid-19 er fordæmalaust og eins og hefur verið rætt gæti þetta verið að setja strik í reikningin hjá mörgum fyrirtækjum sem þjónusta erlenda ferðamenn.Fyrsti dagur veiðitímabilsins á þessu ári er 1. apríl eins og alltaf en núna er staðan þannig að þeir erlendu veiðimenn sem eiga bókuð veiðileyfi í sjóbirting eru tæpast að fara mæta að svo stöddu. Það er töluverður fjöldi erlendra veiðimanna sem kemur í sjóbirting á hverju ári en núna má reikna með að það þurfi að selja þessi leyfi aftur og þá er bara spurning hvaða markaður er fyrir leyfin sem í mörgum tilfellum hafa hækkað mikið vegna erlendrar eftirspurnar.Við vonum auðvitað að allt fari á besta veg og eins og fjölmiðlar hafa greint frá er reiknað með að þetta versta gagnvart veirunni verði afstaðið í júní eða júlí en sú óvissa sem ríkir engu að síður er sú hvort ferðahegðun fari í sama horf og fyrr. Að loknu sjóbirtingstímabilinu tekur auðvitað laxveiðin við skömmu síðar en í mörgum af bestu ánum er hlutfall erlendra veiðimanna í júní og júlí líklega um 50-60%. Ef þessi hópur mætir ekki stefnir í mikin vanda leigutaka og rekstraraðila veiðihúsanna en við vitum þó að viðræður við leigusala ánna hefur víða farið fram og það er næsta líklegt að samkomulag verði að vera gert til að báðir aðilar mæti þessu áfalli á sanngjarnan hátt.Það sem er í stöðunni er að ferðabönn verða lengri og komi í veg fyrir að þessir erlendu veiðimenn komist til landsins. Síðan er möguleiki á ferðaótta sem oft kemur í kjölfar slíkra veiruógnana (dæmi: SARS. MERS, Svínaflensan, Fuglaflensa) sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að hættustigi verði aflýst verði ferðaótti sem tekur oft smá tíma að jafna sig og þá sitji bara margir heima. Það sem við vonum auðvitað er að þetta gangi yfir á næstu 4-6 vikum sem virðist vera raunin í t.d. Kína þar sem veira á upptök sín og heimurinn jafni sig á þessu áfalli og að sumarið verði veiðimönnum gott eins og allar spár benda til.Þannig að ef við ljúkum þessum hugrenningum á jákvæðu nótunum og vonum að allt fari á besta veg þá er staðan þannig að það er varla útlit fyrir vatnsleysi í sumar því það er langt síðan það hefur verið jafn mikill snjór á hálendinu. Því til viðbótar erum við að fá eins árs laxa úr hrygningunni úr göngunni 2015 sem var eins og allir muna eitt besta sumar sem laxveiðimenn hafa upplifað á landinu. Þetta sumar gæti veiðilega séð orðið eftirminnilegt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.