Frances og Haugur slást um toppsætið Karl Lúðvíksson skrifar 3. mars 2020 08:52 Haugur er mikið notuð í laxveiðiánum enda veiðin fluga með eindæmum. Við höfum í gegnum tíðina aðeins gluggað í veiðibækur vinsælustu ánna og kannað hvaða flugur það eru sem eru mest notaðar af veiðimönnum. Á þessum lista eru nokkur nöfn sem veiðimenn kannast gjörla við eins og Sunray Shadow og eins hefur notkun á hitch flugum aukist mikið en útgáfurnar af þessum tveimur eru svo margar og ólíkar að erfitt er að henda reiður á hvaða nafn hver þeirra ber. Ólikar hitch flugur og Sunray eru bara bókaðar sem hitch og Sunray en SRS er annað nafn sem seinni flugan er oft bókuð eftir. Við létta yfirferð er þó staðan ennþá þannig að tvær flugur voru og hafa verið vinsælastar síðan 2017, önnur að vísu mun lengur en það er hún er ennþá hin einginlega ókrýndi kóngur mest notuðu veiðiflugna á landinu en það er hart sótt að henni. Kóngurinn virðist við fyrstu sýn ennþá vera Rauður Frances en hlutur hennar hefur þó minnkað mikið síðustu ár og aðrar flugur tekið stærri bita af kökunni, þar á meðal þær tvær sem nefndar eru í upphafi. Það er þó ein fluga sem sækir fast á Rauðan Frances og það er Haugur. Þessi fallega fluga eftir Sigurð Héðinn "Haug" er búin að klóra sog örugglega upp listann yfir mest notuðu flugurnar í laxveiðiánum en það er þó ansi áberandi að hlutur hennar er ekki jafn eftir landshlutum. Vinsælust og eða veiðnust er hún á vesturlandi og á austurlandi en einhverra hluta vegna minna notuð á norðurlandi þó hún sé mikið notuð. Vinsælustu stærðirnar á henni eru 14-18# og hún sést varla notuð stærri en 14#. Ástæðan fyrir þessu ágripi á þessum tveimur flugum sem virðast öðrum fremur gefa laxa í ánum er til að hnippa aðeins í þá sem eru að gleyma að hnýta haug því það virðist óþarfi að minna á að hnýta Rauðan Frances, í það minnsta ennþá. Stangveiði Mest lesið Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Við höfum í gegnum tíðina aðeins gluggað í veiðibækur vinsælustu ánna og kannað hvaða flugur það eru sem eru mest notaðar af veiðimönnum. Á þessum lista eru nokkur nöfn sem veiðimenn kannast gjörla við eins og Sunray Shadow og eins hefur notkun á hitch flugum aukist mikið en útgáfurnar af þessum tveimur eru svo margar og ólíkar að erfitt er að henda reiður á hvaða nafn hver þeirra ber. Ólikar hitch flugur og Sunray eru bara bókaðar sem hitch og Sunray en SRS er annað nafn sem seinni flugan er oft bókuð eftir. Við létta yfirferð er þó staðan ennþá þannig að tvær flugur voru og hafa verið vinsælastar síðan 2017, önnur að vísu mun lengur en það er hún er ennþá hin einginlega ókrýndi kóngur mest notuðu veiðiflugna á landinu en það er hart sótt að henni. Kóngurinn virðist við fyrstu sýn ennþá vera Rauður Frances en hlutur hennar hefur þó minnkað mikið síðustu ár og aðrar flugur tekið stærri bita af kökunni, þar á meðal þær tvær sem nefndar eru í upphafi. Það er þó ein fluga sem sækir fast á Rauðan Frances og það er Haugur. Þessi fallega fluga eftir Sigurð Héðinn "Haug" er búin að klóra sog örugglega upp listann yfir mest notuðu flugurnar í laxveiðiánum en það er þó ansi áberandi að hlutur hennar er ekki jafn eftir landshlutum. Vinsælust og eða veiðnust er hún á vesturlandi og á austurlandi en einhverra hluta vegna minna notuð á norðurlandi þó hún sé mikið notuð. Vinsælustu stærðirnar á henni eru 14-18# og hún sést varla notuð stærri en 14#. Ástæðan fyrir þessu ágripi á þessum tveimur flugum sem virðast öðrum fremur gefa laxa í ánum er til að hnippa aðeins í þá sem eru að gleyma að hnýta haug því það virðist óþarfi að minna á að hnýta Rauðan Frances, í það minnsta ennþá.
Stangveiði Mest lesið Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Laxinn mættur í Sogið Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði