Innlent

Hval­fjarðar­göngum lokað vegna bilaðs vöru­bíls

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Löng biðröð hefur myndast við Hvalfjarðargöng.
Löng biðröð hefur myndast við Hvalfjarðargöng. Vísir

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað en bilaður vörubíll er niðri í göngunum og stöðvar hann umferð í báðar áttir. Verið er að vinna að því að færa hann til þess að umferðartafir verði sem minnstar.

Langar biðraðir bifreiða hafa myndast beggja megin ganganna en allt að hálftíma til klukkutíma bið getur verið á því að fólk komist í gegn um göngin. Þá er einnig mikil umferð á svæðinu. Þetta stafesti Vegagerðin við fréttastofu. 

Biðröð við Hvalfjarðargöng.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×