Veiði

Léttklæddar laxaflugur

Karl Lúðvíksson skrifar
Létt kædd Blue Charm
Létt kædd Blue Charm

Nú sitja margir veiðimenn sveittir við að hnýta flugur fyrir komandi tímabil og við ætlum að hjálpa aðeins til með því að koma með góðar hugmyndir sem oft reynast vel.Það er fátt eins gaman og að hnýta eigin flugur og svo ekki sé talað um ef fyrsti laxinn eða stærsti laxinn taki það agn sem veiðimaðurinn hnýtti sjálfur. Það er auðvitað um gríðarlegan fjölda veiðiflugna að ræða sem hægt er að nota í íslenskum ám og vötnum og sumar eru einfaldlega veiðnari en aðrar og sumar hnýtingaraðferðir að sama skapi oft veiðnari en aðrar.Eitt af því sem má kannski flokka sem byrjendamistök er að klæða flugurnar of mikið. Sumar flugur eru hnýttar í afbrigðum sem eru klæddar léttklæddar eða á ensku "lightly dressed" og þær þykja oft góðar þegar það þarf að koma flugunni aðeins dýpra í vatninu enda sekkur léttklædd fluga oft betur en fullklædd. Þetta er í raun ekkert flókið, þegar þú sest niður og hnýtir þá flugu sem þú notar mikið prófaðu að nota minna efni í stél, væng og skegg. Að sama skapi passaðu að búkurinn verði ekki of feitur. Á meðfylgjandi mynd má sjá afar fallega hnýtta, léttklædda Blue Charm sem er ein af uppáhaldsflugum undirritaðs og í þessari hnýtingu hefur hún reynst afar vel í litlu vatni og sólríkum dögum. Ég hef hnýtt tvær útgáfur af Blue Charm léttklæddri. Önnur í þeirri útgáfu sem sést á myndinni og hin er sin að því undanskildu að ég nota medium flat tinsel á búinn sem gerir það að verkum að það glampar aðeins meira á hana á björtum degi. Við hvertjum ykkur til að prófa tvær eða þrjár uppáhaldsflugur og hafa þær léttklæddar, prófa svo í sumar hvort þær reynist ykkur betur en að hafa þær fullklæddar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.