Innlent

Vesturlandsvegur opinn aftur eftir bílslys

Kjartan Kjartansson skrifar
Afar slæmt veður er á slysstað. Myndin er úr safni.
Afar slæmt veður er á slysstað. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Fjórir voru í tveimur bifreiðum sem skullu saman á Vesturlandsvegi við Esjuberg um klukkan hálf fimm nú síðdegis. Verið er að flytja einn með sjúkrabíl til Reykjavíkur og þrír aðrir eru sagðir enn á slysstað. Vesturlandvegi um Kjalarnes hefur verið lokað í báðar áttir og segir lögregla að lokunin gæti varað í þó nokkurn tíma á meðan unnið er á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs virðist sem að vörubíll og fólksbíll hafi skollið saman á Vesturlandsvegi við Esjuberg. Snældubrjálað veður sé á svæðinu. Einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Þrír aðrir höfðu ekki verið settir í sjúkrabíl og ekki lá fyrir hvort þörf yrði á því um sex leytið. 

Í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lokað sé fyrir umferð frá Hvalfjarðargöngum og að hringtorgi við Víðinesveg.

Uppfært 19:00 Búið er að opna aftur fyrir umferð um Vesturlandsveg, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir í Facebook-færslu að slæmt veður sé á Kjalarnesi, blint og hvassar vindhviður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×