Innlent

Nafn mannsins sem lést í umferðarslysi við Stigá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hinn látni var ökumaður bifhjóls.
Hinn látni var ökumaður bifhjóls.

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Stigá þann 15. ágúst síðastliðinn hét Stefán Hafstein Gunnarsson til heimilis að Hamraborg 32 í Kópavogi. 

Hann var fæddur 9. mars 1973. Stefán lætur eftir sig eiginkonu og tvo uppkomna syni, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Stefán lést eftir að hafa misst stjórn á bifhjóli sínu á þjóðvegi eitt skammt vestan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×