Innlent

Umferðartafir í Hvalfjarðargöngum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. Vísir/Vilhelm

Talsverðar umferðartafir eru nú í Hvalfjarðargöngunum vegna bifreiðar sem er biluð. Þetta kemur fram í Twitter-færslu frá Vegagerðinni.

Þar segir einnig að dráttarbíll sé á leið á vettvang. Samkvæmt ábendingum vegfarenda til fréttastofu eru einhverjar tafir í báðar áttir.

Uppfært klukkan 18:45: Búið er að fjarlægja bifreiðina sem bilaði en enn eru talsverðar umferðartafir í gegn um göngin.

Mynd frá vettvangi sýnir að löng röð bíla myndaðist.Mynd/Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×