Styrkveitingar frá Íslensku fluguveiðisýningunni Karl Lúðvíksson skrifar 7. janúar 2020 10:12 (Meðfylgjandi mynd: Frá afhendingu styrks Íslensku fluguveiðisýningarinnar. Frá hægri, Friðleifur Egill Guðmundsson, frá NASF, Gunnar Örn Petersen og Kristján Páll Rafnsson, frá IFFS, Jóhannes Sturlaugsson, frá Laxfiskum, Arndís Kristjánsdóttir og Jón Kaldal, frá IWF, Elías Pétur Viðfjörð, frá NASF, og Lilja R. Einarsdóttir, frá IWF.) Íslenska fluguveiðisýningin safnaði tæplega 900.000 kr. árið 2019 og mun þeim fjármunum verða varið i þágu meginmarkmiðs stofnunarinnar, sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna. Stefnt er að því að næsta sýning verði haldin í mars 2020. Stjórn Íslensku fluguveiðisýningarinnar hefur ákveðið að útdeila 600.000 kr. af þeim fjármunum sem söfnuðust á sýningunni árið 2019 til stofnana og sjóða sem hafa sömu eða sambærileg markmið og stofnunin. Eftirtaldir aðilar hljóta styrk vegna ársins 2019, en allir þessir aðilar hafa verið áberandi í umræðunni um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi:Icelandic Wildlife Fund – 200.000 kr.Icelandic Wildlife Fund hefur verið mjög áberandi í málflutningi sínum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi á árinu. Þar ber helst að nefna mikil og áberandi miðlun upplýsinga til almennings og gerð kynningarefnis um skaðsemi sjókvíaeldis. NASF á Íslandi – 200.000 kr.NASF er sjóður sem var stofnaður í tengslum við baráttu Orra Vigfússonar fyrir Atlantshafslaxinum. Íslandsdeild NASF hefur verið áberandi á árinu 2019 í umræðum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi. Laxfiskar ehf. – 200.000 kr.Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum á langan feril að baki í fiskirannsóknum og þar af hefur hann á vegum rannsóknafyrirtækis síns Laxfiska í tæpa tvo áratugi stundað framsæknar rannsóknir á lífsháttum og umhverfi íslenskra ferskvatnsfiska, bæði í ferskvatni og sjó. Þar má sérstaklega nefna miklar rannsóknir Jóhannesar á lífsháttum Þingvallaurriðans sem skilað hafa mikilvægum grunnviðmiðum sem nýting og verndun Þingvallaurriðans tekur mið af. Þá hefur Jóhannes verið áberandi í umræðunni um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi. Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði
Íslenska fluguveiðisýningin safnaði tæplega 900.000 kr. árið 2019 og mun þeim fjármunum verða varið i þágu meginmarkmiðs stofnunarinnar, sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna. Stefnt er að því að næsta sýning verði haldin í mars 2020. Stjórn Íslensku fluguveiðisýningarinnar hefur ákveðið að útdeila 600.000 kr. af þeim fjármunum sem söfnuðust á sýningunni árið 2019 til stofnana og sjóða sem hafa sömu eða sambærileg markmið og stofnunin. Eftirtaldir aðilar hljóta styrk vegna ársins 2019, en allir þessir aðilar hafa verið áberandi í umræðunni um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi:Icelandic Wildlife Fund – 200.000 kr.Icelandic Wildlife Fund hefur verið mjög áberandi í málflutningi sínum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi á árinu. Þar ber helst að nefna mikil og áberandi miðlun upplýsinga til almennings og gerð kynningarefnis um skaðsemi sjókvíaeldis. NASF á Íslandi – 200.000 kr.NASF er sjóður sem var stofnaður í tengslum við baráttu Orra Vigfússonar fyrir Atlantshafslaxinum. Íslandsdeild NASF hefur verið áberandi á árinu 2019 í umræðum um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi. Laxfiskar ehf. – 200.000 kr.Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum á langan feril að baki í fiskirannsóknum og þar af hefur hann á vegum rannsóknafyrirtækis síns Laxfiska í tæpa tvo áratugi stundað framsæknar rannsóknir á lífsháttum og umhverfi íslenskra ferskvatnsfiska, bæði í ferskvatni og sjó. Þar má sérstaklega nefna miklar rannsóknir Jóhannesar á lífsháttum Þingvallaurriðans sem skilað hafa mikilvægum grunnviðmiðum sem nýting og verndun Þingvallaurriðans tekur mið af. Þá hefur Jóhannes verið áberandi í umræðunni um skaðsemi sjókvíaeldis á villtum laxi.
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði