Innlent

Nokkrir jarðskjálftar mældust við Kleifarvatn

Andri Eysteinsson skrifar
Skjálftarnir mældust við Kleifarvatn.
Skjálftarnir mældust við Kleifarvatn. DataWrapper

Nokkrir jarðskjálftar urðu í námunda við Kleifarvatn rétt um tuttugu mínútur yfir átta í kvöld. Stærsti skjálftinn sem skók jörð mældist 2,9 af stærð og hafa borist tilkynningar um að hans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu.

Skjálftinn varð á 3,8 kílómetra dýpi 2,1 kílómetra NNA af Krýsuvík en alls mældust fjórir skjálftar stærri en 2,0 á svæðinu á áttunda tímanum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×