Nóg af laxi í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2020 09:27 Einar Hugi með stærsta laxinn úr Langá í sumar en hann var mældur 92 sm Eins og við höfum greint frá hér á Veiðivísi í sumar segja veiðitölur ekki allt um veiðina eða stöðuna í ánum. Undirritaður hefur nærtækt dæmi um þetta sem leiðsögumaður og fyrrum staðarhaldari við Langá á Mýrum síðustu fimm ár. Heildarveiðin í ánni stóð í 528 löxum í hádeginu í gær sem er 200-300 löxum undir því sem meðalveiðin er yfirleitt í ánni á þessum tíma en þessi tala endurspeglar engan veginn stöðuna í henni og þetta á við margar ár á landinu. Teljarinn við Skugga er að detta í 1.700 laxa sem hafa farið þar í gegn en samhliða því hefur verið frábært gönguvatn í ánni frá byrjun júlí og stór hluti göngunnar farið beint upp fossinn sjálfan. Þetta sér maður bara vel þegar Strengirnir eru veiddir, þá er hægt að sitja bara við fossinn og horfa á laxana stökkva up og þeir fara yfirleitt létt með það. Þegar tekið er saman heildarveiði að frádregnum slepptum löxum þá er hægt að áætla að það séu líklega um 2.000 laxar í ánni, gæti líka verið mun meira en á sumum stöðum í henni er bara ansi mikið af laxi. Þar má nefna veiðistaðina frá Glanna upp að og með Stórhólakvörn en það má áætla að bara á þessu svæði sem er um 600 metra langt séu kannski 300 laxar. Þetta upplifa þeir sem hafa verið að veiða þessa veiðistaði í sumar en það er lax á lofti alltaf allann daginn. Stærsti lax sumarsins er þessi fallegi 92 sm hængur sem veiddist á fimmtudaginn í Réttarhyl en hann tók Green Brahan númer 18 sem hékk á 14 punda taum. Viðureignin tók tæpar 50 mínútur. Laxinum var að sjálfsögðu sleppt aftur eftir snögga myndatöku. Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði
Eins og við höfum greint frá hér á Veiðivísi í sumar segja veiðitölur ekki allt um veiðina eða stöðuna í ánum. Undirritaður hefur nærtækt dæmi um þetta sem leiðsögumaður og fyrrum staðarhaldari við Langá á Mýrum síðustu fimm ár. Heildarveiðin í ánni stóð í 528 löxum í hádeginu í gær sem er 200-300 löxum undir því sem meðalveiðin er yfirleitt í ánni á þessum tíma en þessi tala endurspeglar engan veginn stöðuna í henni og þetta á við margar ár á landinu. Teljarinn við Skugga er að detta í 1.700 laxa sem hafa farið þar í gegn en samhliða því hefur verið frábært gönguvatn í ánni frá byrjun júlí og stór hluti göngunnar farið beint upp fossinn sjálfan. Þetta sér maður bara vel þegar Strengirnir eru veiddir, þá er hægt að sitja bara við fossinn og horfa á laxana stökkva up og þeir fara yfirleitt létt með það. Þegar tekið er saman heildarveiði að frádregnum slepptum löxum þá er hægt að áætla að það séu líklega um 2.000 laxar í ánni, gæti líka verið mun meira en á sumum stöðum í henni er bara ansi mikið af laxi. Þar má nefna veiðistaðina frá Glanna upp að og með Stórhólakvörn en það má áætla að bara á þessu svæði sem er um 600 metra langt séu kannski 300 laxar. Þetta upplifa þeir sem hafa verið að veiða þessa veiðistaði í sumar en það er lax á lofti alltaf allann daginn. Stærsti lax sumarsins er þessi fallegi 92 sm hængur sem veiddist á fimmtudaginn í Réttarhyl en hann tók Green Brahan númer 18 sem hékk á 14 punda taum. Viðureignin tók tæpar 50 mínútur. Laxinum var að sjálfsögðu sleppt aftur eftir snögga myndatöku.
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Tveir laxar á land við opnun í Hrútafjarðará Veiði 98 sm lax úr Miðfjarðará Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði 64 sm bleikja úr Hlíðarvatni Veiði