Innlent

Fleiri innan­lands­smit stað­fest eftir há­degi

Sylvía Hall skrifar
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan

Fimm til tíu innanlandssmit greindust eftir hádegi í dag og tengjast sum þeirra eldri smitum sem hafa komið upp. Önnur hafa ekki þekktar tengingar við eldri smit.

Þetta staðfestir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Hún segir nákvæman fjölda smita ekki liggja fyrir að svo stöddu.

Tíu innanlandssmit greindust í gær.

Tvær hópsýkingar hafa komið upp á undanförnum dögum en þær hafa ýmsa anga. Til að mynda vissu sumir þeirra sem greindust síðasta sólarhringinn ekki að þeir hefðu tengsl við smit heldur fóru í sýnatöku vegna einkenna.

Einn liggur á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en um er að ræða fyrstu innlögn sjúklings vegna kórónuveirunnar frá því um miðjan maí. Sá er eldri borgari og telst því vera í áhættuhópi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×