Innlent

Á slysa­­deild eftir á­­rekstur mótor­hjóls og sendi­bíls

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sjúkraflutningamenn fluttu ökumanninn á slysadeild til aðhlynningar.
Sjúkraflutningamenn fluttu ökumanninn á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm

Ökumaður mótorhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann lenti í árekstri við sendiferðabíl á gatnamótum Stórhöfða og Breiðhöfða í Reykjavík nú í morgun.

Þetta staðfesti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu liggur ekki fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðsli ökumannsins eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×