Hollið með 71 lax í Hofsá Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2020 12:19 Hofsá í Vopnafirði. Vísir/Trausti Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar. Mest lesið Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði
Hofsá hefur verið að komast í takt sem er mörgum unnendum hennar vel kunnugur en veiðin í ánni síðustu daga hefur verið frábær. Hollið sem lauk veiðum í gær var með 71 lax og það er að sögn veiðimanna mikið af laxi í ánni og meira en menn hafa séð síðustu ár. Heildarveiðin í ánni var þegar síðustu tölur voru uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga 276 laxar en hún er líklega að detta í um 500 laxa í dag eða á morgun. Þetta eru frábærar fréttir úr Hofsá en hún hefur átt heldur mögur ár síðan 2014 en meðalveiðin í ánni síðan 1974 er um 1.150 laxar. Hún er sterk síðsumars og núna þegar allur ágústmánuður er framundan sem og september er ljóst að veiðin í henni fer hægt og rólega að nálgast það sem hún var á bestu árum hennar.
Mest lesið Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði 37 sjóbirtingar í Húseyjarkvísl Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði