Erlent

For­sætis­ráð­herrann sak­felldur í ævin­týra­legu fjár­dráttar­máli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, lýsti sig saklausan af öllum ákærum um að hafa dregið að sér jafnvirði milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði.
Najib Razak, fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, lýsti sig saklausan af öllum ákærum um að hafa dregið að sér jafnvirði milljarða króna úr opinberum fjárfestingarsjóði. vísir/epa

Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, var í morgun dæmdur sekur um margþætta spillingu á meðan hann sat í embætti. Ákæran var í sjö liðum og var Najib sakfelldur í þeim öllum. 

Alls á Razak að hafa stolið um 681 milljón dollurum úr fjárfestingarsjóðnum 1MDB. Saksóknarar fullyrtu að Razak hafi notað fjárfestingarsjóð ríkisins til þess að fjármagna íburðarmikinn lífsstíl.

Hann var forsætisráðherra landsins frá árinu 2009 og allt fram til 2018. Litið var á málið gegn honum sem prófstein á loforð yfirvalda þess efnis að taka hart á spillingu í landinu. 

Najib gæti átt margra áratuga fangelsi yfir höfði sér en búist er við að hann verði laus gegn tryggingu á meðan hann nýtir áfrýjunarmöguleika sína. 

Málið hefur vakið gríðarlega athygli og í ljós hefur komið umfangsmikið net spillingar sem margir eru flæktir í. Þar á meðal malasíski fjárfestirinn Jho Low, sem Najib segir að hafi villt um fyrir sér.

Low þessi er á flótta undan réttvísinni og er eftirlýstur bæði í Malasíu og í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×