Kröftugar göngur í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2020 12:24 Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar. Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar og það er ekkert lát á veiðinni enda eru göngurnar núna mjög kröftugar. Sem dæmi um hvað veiðin er góð var gærdagurinn að skila tæplega 200 laxa veiði og mikið af því vænn smálax. Veiðin er farin að dreifast betur um ánna en á tímabili var hún eins og gengur mest á neðri svæðunum og þá sérstaklega í Bátsvaði sem var loðið af laxi. Það hefur verið vel selt í ánna og þrátt fyrir brottfall margra erlendra veiðimanna hafa Íslendingar verið að fylla upp í skarðið og gert fanta veiði. Veiðin í ánni núna er svona nokkurn veginn á pari við það sem hún var þegar áinn fór yfir 7.000 laxa en þeir sem þekkja Eystri hvað best segja að hún eigi það mikið inni þar sem göngur í ánna núna eru góðar og þær geta haldist sterkar langt inn í ágúst. Þeir sömu segja að haldist áinn óskoluð sé ekkert ólíklegt að 8.000 löxum verði landað þar í sumar. Stangveiði Mest lesið Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Þessar grænu í haustlaxinn Veiði Veiðin í Grímsá og Kjós gengur vel Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði
Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar og það er ekkert lát á veiðinni enda eru göngurnar núna mjög kröftugar. Sem dæmi um hvað veiðin er góð var gærdagurinn að skila tæplega 200 laxa veiði og mikið af því vænn smálax. Veiðin er farin að dreifast betur um ánna en á tímabili var hún eins og gengur mest á neðri svæðunum og þá sérstaklega í Bátsvaði sem var loðið af laxi. Það hefur verið vel selt í ánna og þrátt fyrir brottfall margra erlendra veiðimanna hafa Íslendingar verið að fylla upp í skarðið og gert fanta veiði. Veiðin í ánni núna er svona nokkurn veginn á pari við það sem hún var þegar áinn fór yfir 7.000 laxa en þeir sem þekkja Eystri hvað best segja að hún eigi það mikið inni þar sem göngur í ánna núna eru góðar og þær geta haldist sterkar langt inn í ágúst. Þeir sömu segja að haldist áinn óskoluð sé ekkert ólíklegt að 8.000 löxum verði landað þar í sumar.
Stangveiði Mest lesið Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Þessar grænu í haustlaxinn Veiði Veiðin í Grímsá og Kjós gengur vel Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Sporðaköst væntanleg á Stöð 2 í apríl Veiði Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði