Kröftugar göngur í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2020 12:24 Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar. Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar og það er ekkert lát á veiðinni enda eru göngurnar núna mjög kröftugar. Sem dæmi um hvað veiðin er góð var gærdagurinn að skila tæplega 200 laxa veiði og mikið af því vænn smálax. Veiðin er farin að dreifast betur um ánna en á tímabili var hún eins og gengur mest á neðri svæðunum og þá sérstaklega í Bátsvaði sem var loðið af laxi. Það hefur verið vel selt í ánna og þrátt fyrir brottfall margra erlendra veiðimanna hafa Íslendingar verið að fylla upp í skarðið og gert fanta veiði. Veiðin í ánni núna er svona nokkurn veginn á pari við það sem hún var þegar áinn fór yfir 7.000 laxa en þeir sem þekkja Eystri hvað best segja að hún eigi það mikið inni þar sem göngur í ánna núna eru góðar og þær geta haldist sterkar langt inn í ágúst. Þeir sömu segja að haldist áinn óskoluð sé ekkert ólíklegt að 8.000 löxum verði landað þar í sumar. Stangveiði Mest lesið Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní Veiði Töluvert um að veiðireglur séu ekki virtar í Þingvallavatni Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Hítará á Mýrum opnaði í gær Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Metfiskur í Mývatnssveit Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði
Veiðin í Eystri Rangá er búin að vera frábær í sumar og það er ekkert lát á veiðinni enda eru göngurnar núna mjög kröftugar. Sem dæmi um hvað veiðin er góð var gærdagurinn að skila tæplega 200 laxa veiði og mikið af því vænn smálax. Veiðin er farin að dreifast betur um ánna en á tímabili var hún eins og gengur mest á neðri svæðunum og þá sérstaklega í Bátsvaði sem var loðið af laxi. Það hefur verið vel selt í ánna og þrátt fyrir brottfall margra erlendra veiðimanna hafa Íslendingar verið að fylla upp í skarðið og gert fanta veiði. Veiðin í ánni núna er svona nokkurn veginn á pari við það sem hún var þegar áinn fór yfir 7.000 laxa en þeir sem þekkja Eystri hvað best segja að hún eigi það mikið inni þar sem göngur í ánna núna eru góðar og þær geta haldist sterkar langt inn í ágúst. Þeir sömu segja að haldist áinn óskoluð sé ekkert ólíklegt að 8.000 löxum verði landað þar í sumar.
Stangveiði Mest lesið Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní Veiði Töluvert um að veiðireglur séu ekki virtar í Þingvallavatni Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Hítará á Mýrum opnaði í gær Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Lifnar loksins yfir vötnum norðan heiða Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Metfiskur í Mývatnssveit Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Peter Ross er öflug í sjóbleikjuna Veiði