Veiði

30 laxa dagar í Ytri Rangá

Karl Lúðvíksson skrifar
Ytri-Rangá á fallegum degi.
Ytri-Rangá á fallegum degi. mynd/ gar

Veiðin í Ytri Rangá hefur kannski ekki alveg verið í takt við systuránna en engu að síður er veiðin ágæt þó hún hafi oft verið meiri.

Það er lax að ganga á hverju flóði og það sést ágætlega þegar það bætist við í Djúpós og nýjir laxar fara að stökkva á breiðunni. Veiðivísir heyrði í Bjarka Má Jóhannssyni yfirleiðsögumanni við Ytri Rangá og segir hann stöðuna vera alveg viðundandi en það séu þessa dagana um 30 laxar að veiðast á dag. Heildarveiðin var komin í 575 laxa í síðustu viku en nýjar veiðitölur verða uppfærðar á vef Landssambands Veiðifélaga á morgun. Vegna forfalla erlendra veiðimanna er sama sagan þar eins og í öðrum ám, eitthvað af stöngum koma aftur í sölu og tilboð hafa verið auglýst af og til. Það gæti verið spennandi tími framundan þar sem það er stórstreymt í dag og það er vel þekkt að síðsumars stórstreymið skilar oft fínum göngum í ánna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.