Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir ríkisstjórnina verða að senda Icelandair skýr skilaboð um að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sagði í gær upp öllum flugfreyjum sem starfa hjá félaginu og hyggst leita samninga við aðra en Flugfreyjufélag Íslands.

Ákvörðun Icelandair er lögleg að mati sérfræðings í vinnurétti en forgangsákvæði í kjarasamningi gæti þó sett strik í reikninginn. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verður rætt við sérfræðing hjá Landgræðslunni um endurheimt votlendis og við segjum frá því að mun færri verða viðstaddir innsetningarathöfn Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands öðru sinni en venja er vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×