Erlent

Aserar segja hershöfðingja á meðal þeirra sem létust í átökum við Armena

Andri Eysteinsson skrifar
Arrmenska fánanum og fána Nagorno-Karabakh flaggað í héraðinu sem Armenar og Aserar hafa lengi deilt um.
Arrmenska fánanum og fána Nagorno-Karabakh flaggað í héraðinu sem Armenar og Aserar hafa lengi deilt um. Getty/NurPhoto

Yfirvöld í Aserbaídsjan hafa greint frá því að á meðal sjö hermanna sem létust í átökum milli aserskra og armenskra hersveita á landamærum ríkjanna hafi verið einn hershöfðingi.

Aserar segja að alls hafi ellefu hermenn látið lífið og yfirvöld í Jerevan segja að fjórir armenskir hermenn hafi látist. BBC greinir frá.

Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum en eftir fall þeirra hefur andað köldu milli ríkjanna einna helst vegna deilna um yfirráð yfir Nagorno-Karabakh svæðinu. Svæðið telst til Aserbaídsjan en íbúar þess eru flestir af armenskum uppruna.

Um 17.000 létust í blóðugu stríði milli ríkjanna sem stóð yfir frá 1988 til 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×