Veiði

Nóg af laxi en aðstæður krefjandi

Karl Lúðvíksson skrifar
Lax þreyttur í Norðurá
Lax þreyttur í Norðurá Mynd / Trausti Hafliðason

Veiðin í Norðurá síðustu tvær vikur hefur verið nokkuð krefjandi þar sem aðstæðurnar eru ekki alveg eins og þær eru bestar.

Það hefur verið bæði bjart, þurrt og vestanátt og þegar þetta leggst allt á eitt er þetta mjög krefjandi á veiðimenn en alls ekkert ómögulegt. "Það er búið að vera mikið sólskin sem hækkaði hitastigið í ánni og við þessar aðstæður er takan erfið. Okkur hefur samt tekist að bjarga vöktunum með því að nota smáflugur og eins og alltaf eru það gæduðu stangirnar sem veiða yfirleitt best við þessi skilyrði" sagði Þorsteinn Stefánsson yfirleiðsögumaður við Norðurá í samtali við Veiðivísi í morgun. 

Veiðin í Straumunum hefur verið góð en sá fiskur sem fer þar um er á leiðinni upp í Norðurá en dokar oft við þegar aðstæður eru honum ekki í hag við Straumana. Um leið og áinn kólnar skilyrði vera laxinum í hag tekur hann sprettinn upp í Norðurá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.