Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr landi um Leifstöð í júní. Af erlendum ferðamönnum voru Þjóðverjar og Danir fjölmennastir. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við landamærin.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðar 2.

Formaður Flugfreyjufélagsins segir það öllum til heilla ef Icelandair bakkar með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og að gengið verði frá nýjum samningi. Boðað hefur verið til samningafundar á morgun. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd en ekki gefin veiði.

Einnig lítum við í heimsókn til drengs sem tekið hefur umkomulausan þrastarunga í fóstur og fjöllum um sex milljarða króna hótelframkvæmd sem hafin er í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×