Innlent

Tveir með veiruna á landa­mærunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
125 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær.
125 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. Þorkell Þorkelsson/Landspítali

Tveir greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun síðasta sólarhringinn og bíða báðir eftir mótefnamælingu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Átján eru nú í einangrun með virk smit á landinu og fækkar um tvo síðan í gær. 198 eru í sóttkví og eru staðfest smit frá upphafi faraldurs orðin 1882.

Alls greindust fjórtán með veiruna við landamærin á mánudag og þriðjudag. Af þeim reyndust þrír með virk smit og hafa þannig alls ellefu reynst smitandi sem komið hafa í gegnum landamærin frá 15. júní. Ekkert innanlandssmit greindist síðasta sólarhringinn og hefur raunar ekki greinst síðan 2. júlí.

1.342 sýni var tekið við landamæraskimun í gær og 125 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×