Hraunsfjörður að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2020 07:16 Sjóbleikja Nú er bestu tíminn framundan í sjóbleikjuveiðinni og nokkur vinsæl svæði eru þegar farin að gefa vel. Eitt af þeim svæðum er Hraunsfjörður sem við höfum skrifað um reglulega en veiðin þar síðustu daga þegar það er glampandi sól hefur verið mjög góð. Það er algengt að veiðimenn séu að fá fimm til tíu bleikjur eftir stutta viðveru og sem fyrr eru það flugur sem líkja eftir marfló, helst grænleitar, sem gefa vel en aðrar flugur til dæmis Peacock, Langskeggur og Peter Ross eru líka gjöfular. Veiðin er ekki bundin við einn stað í vatninu heldur virðist hún vera góð um allt vatn. Sjóbleikjan sem er að veiðast er mest eitt til tvö pund en inn á milli eru að veiðast þriggja til fjögurra punda bleikjur. Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Flugu kastað í Kanada Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði
Nú er bestu tíminn framundan í sjóbleikjuveiðinni og nokkur vinsæl svæði eru þegar farin að gefa vel. Eitt af þeim svæðum er Hraunsfjörður sem við höfum skrifað um reglulega en veiðin þar síðustu daga þegar það er glampandi sól hefur verið mjög góð. Það er algengt að veiðimenn séu að fá fimm til tíu bleikjur eftir stutta viðveru og sem fyrr eru það flugur sem líkja eftir marfló, helst grænleitar, sem gefa vel en aðrar flugur til dæmis Peacock, Langskeggur og Peter Ross eru líka gjöfular. Veiðin er ekki bundin við einn stað í vatninu heldur virðist hún vera góð um allt vatn. Sjóbleikjan sem er að veiðast er mest eitt til tvö pund en inn á milli eru að veiðast þriggja til fjögurra punda bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Laxinn bíður betra vatns Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Tröll á sveimi á Nessvæðinu Veiði "Pabbi er minn uppáhalds veiðifélagi" Veiði Flugu kastað í Kanada Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði