805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2020 15:38 Glanni í Langá Langá á Mýrum er með tvo teljara í ánni sem gefa glögga mynd af stöðunni hvað laxgengd varðar. Staðan er þó ekki hundrað prósent í teljaranum við fossinn Skugga því töluvert af göngunni fer upp fossinn og sérstaklega eins og núna þegar vatnið er gott í ánni. Teljarinn í Skugga er kominn í 805 laxa sem er mjög gott og það sést líka greinilega í ánni því allir helstu veiðistaðir frá Kattarfossgljúfri eru að verða vel setnir af laxi. Þetta speglast þó ekki í veiðitölum því það hefur verið glampandi sól á vesturlandi síðustu daga og það gerir tökuna oft frekar erfiða. Teljarinn á Fjallinu er að nálgast 100 laxa og fyrstu laxarnir eru farnir að veiðast þar efra. Það má því reikna með því að um leið og það verður veðurbreyting við ánna og eins og Langárunnendur þekkja þá verður takan oft fantagóð þegar það þykknar upp. Stangveiði Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði
Langá á Mýrum er með tvo teljara í ánni sem gefa glögga mynd af stöðunni hvað laxgengd varðar. Staðan er þó ekki hundrað prósent í teljaranum við fossinn Skugga því töluvert af göngunni fer upp fossinn og sérstaklega eins og núna þegar vatnið er gott í ánni. Teljarinn í Skugga er kominn í 805 laxa sem er mjög gott og það sést líka greinilega í ánni því allir helstu veiðistaðir frá Kattarfossgljúfri eru að verða vel setnir af laxi. Þetta speglast þó ekki í veiðitölum því það hefur verið glampandi sól á vesturlandi síðustu daga og það gerir tökuna oft frekar erfiða. Teljarinn á Fjallinu er að nálgast 100 laxa og fyrstu laxarnir eru farnir að veiðast þar efra. Það má því reikna með því að um leið og það verður veðurbreyting við ánna og eins og Langárunnendur þekkja þá verður takan oft fantagóð þegar það þykknar upp.
Stangveiði Mest lesið Strippið og dauðarekið Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Gott skot í Þingvallavatni í gærkvöldi Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði