Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2020 06:32 Greinarhöfundur með 98 lax úr Bátsvaði í Eystri Rangá Mynd: Georg Andersen Eystri Rangá hefur í gegnum síðustu ár verið ein aflahæsta á landsins og miðað við hvernig hún fer af stað stefnir í gott sumar. Undirritaður hefur veitt ánna í mörg ár og það er alveg ástæða fyrir þessum endurteknu heimsóknum, það er skemmtilegt að veiða hana. Hún er hröð á sem hentar vel fyrir þá sem kunna að munda tvíhendu á löngum breiðum hennar en toppurinn er auðvitað sá að þegar veitt er á þessum tíma er stórlaxahlutfallið hátt, það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn í Eystri Rangá fyrir utan frábær aflabrögð. Í tveggja daga heimsókn með góðum vinum hefur áinn tekið vel á móti manni. Á fyrstu tveimur vöktunum eru komnir tveir laxar á land og þar af sá stærsti sem greinarhöfundur hefur sett í og landað á sínum 35 ára ferli sem veiðimaður. Laxinn var tekinn í Bátsvaði í gærmorgun og Bizmo og var mældur 98 sm á lengd og áætluð þyngd er aldrei undir 10 kílóum. Nýgengin og sver eins og slíkur var þetta mögnuð taka sem var fylgt eftir með 40 mínútna baráttu þar sem laxinn stjórnaði ferðinni til skiptis við veiðimanninn. Þessum stórlaxi til viðbótar var tveimur öðrum landað í gær. Það er að veiðast vel í Eystri Rangá núna þegar hún er ekki skoluð og mikið líf á flestum svæðum. Það eru öll svæði virk og allir lykilstaðir að verða ágætlega settir af laxi og það endurspeglast í veiðitölum sem og löxum sem er landað en líka þeim sem sleppa af. Framundan er besti tíminn í ánni og ef hún heldur áfram í þeim gír sem hún er í núna er veisla framundan. Jóhann Axwl Thorarensen með nýgengin lax úr HrafnaklettumMynd: Ásdís Björk Kristinnsdóttir Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði
Eystri Rangá hefur í gegnum síðustu ár verið ein aflahæsta á landsins og miðað við hvernig hún fer af stað stefnir í gott sumar. Undirritaður hefur veitt ánna í mörg ár og það er alveg ástæða fyrir þessum endurteknu heimsóknum, það er skemmtilegt að veiða hana. Hún er hröð á sem hentar vel fyrir þá sem kunna að munda tvíhendu á löngum breiðum hennar en toppurinn er auðvitað sá að þegar veitt er á þessum tíma er stórlaxahlutfallið hátt, það er nákvæmlega það sem dregur veiðimenn í Eystri Rangá fyrir utan frábær aflabrögð. Í tveggja daga heimsókn með góðum vinum hefur áinn tekið vel á móti manni. Á fyrstu tveimur vöktunum eru komnir tveir laxar á land og þar af sá stærsti sem greinarhöfundur hefur sett í og landað á sínum 35 ára ferli sem veiðimaður. Laxinn var tekinn í Bátsvaði í gærmorgun og Bizmo og var mældur 98 sm á lengd og áætluð þyngd er aldrei undir 10 kílóum. Nýgengin og sver eins og slíkur var þetta mögnuð taka sem var fylgt eftir með 40 mínútna baráttu þar sem laxinn stjórnaði ferðinni til skiptis við veiðimanninn. Þessum stórlaxi til viðbótar var tveimur öðrum landað í gær. Það er að veiðast vel í Eystri Rangá núna þegar hún er ekki skoluð og mikið líf á flestum svæðum. Það eru öll svæði virk og allir lykilstaðir að verða ágætlega settir af laxi og það endurspeglast í veiðitölum sem og löxum sem er landað en líka þeim sem sleppa af. Framundan er besti tíminn í ánni og ef hún heldur áfram í þeim gír sem hún er í núna er veisla framundan. Jóhann Axwl Thorarensen með nýgengin lax úr HrafnaklettumMynd: Ásdís Björk Kristinnsdóttir
Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði