Innlent

Vegir opnaðir aftur eftir slysið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Miklar umferðartafir urðu vegna slyssins, meðal annars á Þingvallavegi.
Miklar umferðartafir urðu vegna slyssins, meðal annars á Þingvallavegi. Mynd/Arnar Dór Ólafsson

Búið er að opna Hvalfjarðargöng fyrir umferð á nýjan leik. Þeim var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss þar sem tvö mótorhjól og húsbíll lentu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Þrjú eru alvarlega slösuð, en ekki er meira vitað um líðan þeirra að svo stöddu.

Greint er frá opnun ganganna á Twitter-síðu Vegagerðarinnar.

Þá hefur vegurinn á Kjalarnesi einnig verið opnaður fyrir umferð.

Talsverð umferðarteppa myndaðist eftir að vegum var lokað við slysið. Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum var lokað en lögreglan opnaði fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið.

Hvalfjarðargöngum var lokað í kjölfar slyssins.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×