Innlent

Jarðskjálfti af stærðinni fjórir í nótt

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Fleiri en sjö hundruð jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu síðustu tvo daga.
Fleiri en sjö hundruð jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu síðustu tvo daga. Vísir/Jóhann

Jarðhræringar úti fyrir norðurlandi standa enn yfir og hafa nú gert í rúma viku. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni fjórir, 33 kílómetra vestur af Grímsey en honum fylgdi skjálfti af stærðinni þrír komma tveir, 17 kílómetra norðvestur af Gjögurtá rétt eftir klukkan sex.

Fleiri en sjö hundruð jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu síðustu tvo daga. Jarðskjálftahrinan hófst á föstudag í síðustu viku og urðu stærstu skjálftarnir um síðustu helgi. Þeir voru þrír og voru allir yfir fimm að stærð.

Óvissuástand almannavarna er enn í gildi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×