Innlent

Kastaðist út í bílveltu á Kjalarnesi

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum.
Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum. Vísir/Vilhelm

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á áttunda tímanum í morgun. Slysið gerðist næri Hvalfjarðargöngum. Bíllinn fór nokkrar veltur og kastaðist einn sem í honum var út.

Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang auk lögreglu. Þeir sem í bílnum voru, voru allir fluttir á slysadeild í Fossvogi. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli þeirra eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×