Innlent

Gaf lög­reglu tvisvar rangar upp­lýsingar eftir fíkni­efna­akstur

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn ók ítrekað undir áhrifum fíkniefna.
Maðurinn ók ítrekað undir áhrifum fíkniefna. Vísir/VIlhelm

Karlmaður á fertugsaldri var á föstudag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot frá 2018 til 2020 með því að keyra undir áhrifum fíkniefna en einnig fyrir rangar sakargiftir og skjalabrot. Var hann jafnframt sviptur ökuréttindum ævilangt.

Alls var maðurinn ákærður fyrir níu umferðarlagabrot og mældist amfetamín í blóði hans í öll skiptin. Í tvö skipt laug hann til um nafn og kennitölu og undirritaði vettvangsskýrslu lögreglu með því nafni. Þá framvísaði hann í eitt skipti greiðslukorti með öðru nafni og reyndi þannig að saka annan mann um brotið.

Í eitt skipti fundust kasthnífur og hafnaboltakylfa í bifreið mannsins sem lögregla lagði hald á.

Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og hafði áður gengist undir lögreglustjórasátt um sektargreiðslur. Hann sagðist hafa hætt áfengisneyslu fyrir nokkru síðan og að hann starfaði nú sem iðnaðarmaður í fullu starfi.

Við ákvörðun refsingar var litið til hversu langt var liðið frá fyrstu brotum mannsins en var talið að hæfileg refsing yrði ákveðin sex mánaða fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×