Fín opnun í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2020 08:13 Björn K Rúnarsson með stórlax úr opnun Vatnsdalsár Mynd: Vatnsdalsá FB Veiðar hófust í Vatnsdalsá þann 20. júní og þrátt fyrir að það hafi verið nokkuð mikið vatn gekk opnunin vel. Opnunarhollið landaði 15 löxum sem er mjög góð opnun í ánni og eins og venjulega eru stórlaxar áberandi í aflanum. Vatnsdalsá er þekkt fyrir mjög gott hlutfall stórlaxa og á hverju ári, eða nærri lagi, veiðast laxar í henni sem fara yfir 100 sm múrinn. Heildarfjöldi veiddra laxa núna er nákvæmlega sá sami og sama tíma sumarið 2015 eða 15 laxar. Það sumar var frábært í ánni sem og öðrum ám en þá veiddust 1.297 laxar í Vatnsdalsá. Það verður þess vegna fróðlegt að sjá þróun í veiðitölum þar næstu tvær vikurnar til að sjá hvort áinn haldi þessum takti áfram og slái þar með taktinn fyrir sumarið. Af öðrum stórlöxum þá er Eic Clapton orðinn hluthafi í félaginu sem leigir ánna en hann hefur veitt hana í mörg ár og það má því búast við því að hann verði jafnvel enn meira þar næstu sumur og dragi jafn vel með sér fleiri stór nöfn úr tónlistarbransanum til veiða á Íslandi. Stangveiði Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði
Veiðar hófust í Vatnsdalsá þann 20. júní og þrátt fyrir að það hafi verið nokkuð mikið vatn gekk opnunin vel. Opnunarhollið landaði 15 löxum sem er mjög góð opnun í ánni og eins og venjulega eru stórlaxar áberandi í aflanum. Vatnsdalsá er þekkt fyrir mjög gott hlutfall stórlaxa og á hverju ári, eða nærri lagi, veiðast laxar í henni sem fara yfir 100 sm múrinn. Heildarfjöldi veiddra laxa núna er nákvæmlega sá sami og sama tíma sumarið 2015 eða 15 laxar. Það sumar var frábært í ánni sem og öðrum ám en þá veiddust 1.297 laxar í Vatnsdalsá. Það verður þess vegna fróðlegt að sjá þróun í veiðitölum þar næstu tvær vikurnar til að sjá hvort áinn haldi þessum takti áfram og slái þar með taktinn fyrir sumarið. Af öðrum stórlöxum þá er Eic Clapton orðinn hluthafi í félaginu sem leigir ánna en hann hefur veitt hana í mörg ár og það má því búast við því að hann verði jafnvel enn meira þar næstu sumur og dragi jafn vel með sér fleiri stór nöfn úr tónlistarbransanum til veiða á Íslandi.
Stangveiði Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Sjávarfossinn gaf yfir 200 laxa Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði