Innlent

Vordís kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vordís Eiríksdóttir.
Vordís Eiríksdóttir.

Vordís Eiríksdóttir forstöðumaður hjá Landsvirkjun var kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Guðjón H. Eggertsson deildarstjóri hjá HS Orku og Maryam Khodayar ráðgjafi voru einnig kjörin í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku.

Vordís er jarðeðlisfræðingur og starfar sem forstöðumaður jarðvarmareksturs hjá Landsvirkjun sem rekur þrjár gufuvirkjanir; Kröflu, Þeistareyki og gufustöðina í Bjarnarflagi. Hún tekur við formennsku af Sigurði H. Markússyni viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun sem gegnt hefur formennsku í tvö ár.

Nýkjörin stjórn JHFÍ.

Guðjón H. Eggertsson starfar sem deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku. Maryam Khodayar starfar sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundar jarðvísindarannsóknir í orkugeiranum. Þau taka við stjórnarsetu af Kristínu Völu Matthíasdóttur, HS Orku, sem setið hefur í stjórn frá árinu 2012 og Lovísu Árnadóttur, Samorku.

Stjórn JHFÍ skipa að loknum aðalfundi 2020:

Vordís Eiríksdóttir, formaður, Landsvirkjun

Daði Þorbjörnsson, ÍSOR

Guðjón H. Eggertsson, HS Orka

Gunnar Gunnarsson, Orkuveita Reykjavíkur

Lilja Tryggvadóttir, Mannvit

Maryam Khodayar, ráðgjafi

Sigrún Nanna Karlsdóttir, Gerosion




Fleiri fréttir

Sjá meira


×