Innlent

Lilja tekur við sem sveitarstjóri Rangárþings eystra

Andri Eysteinsson skrifar
Lilja tekur nú við af Antoni Kára.
Lilja tekur nú við af Antoni Kára. Rangárþing eystra

Sveitarstjórnarmaðurinn Lilja Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Rangárþings eystra frá og með gærdeginum en Lilja hefur setið í sveitarstjórn í 10 ár og síðustu sex árin sem oddviti.

Lilja hefur því talsverða reynslu af sveitastjórnarstörfum en undanfarin tvö ár hefur hún, ásamt Antoni Kára Halldórssyni fráfarandi sveitarstjóra, leitt meirihlutasamstarf í sveitarstjórn. Samstarfssamningur framboðanna gerði ráð fyrir því að hlutverkaskiptin yrðu á þessum tíma.

Anton Kári tekur því við starfi oddvita sveitarstjórnar en Elín Fríða Sigurðardóttir var kjörin varaoddviti á 268. fundi sveitarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×