Erlent

Bindur enda á útgöngubann í New York

Andri Eysteinsson skrifar
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar.
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar. Getty/Eduardo Munoz Alvarez

Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. Reuters greinir frá.

„Útgöngubann hefur verið í gildi á milli 20:00 til 05:00 frá síðasta mánudegi en það voru þeir de Blasio og Andrew Cuomo ríkisstjóri sem fyrirskipuðu útgöngubannið vegna mótmæla og óeirða sem hófust eftir morðið á George Floyd í Minneapolis.

Borgarstjórnarfulltrúar höfðu kallað eftir því að útgöngubannið yrði afnumið og sögðu þeir lögregluna nota bannið sem afsökun til að beita harðræði með því að slá til og spreyja piparúða að þeim sem brutu gegn banninu.

„Síðustu nætur höfum við séð New York í hennar besta ljósi,“ sagði de Blasio í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnti fyrirætlanir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×