Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2020 15:45 Breiðan í Elliðaánum Mynd: KL Laxveiðitímabilið er farið af stað fyrst með góðri opnun við Urriðafoss í Þjórsá og svo í dag voru alla vega fimm laxar komnir á land í Norðurá sem opnaði fyrir veiði í dag. Það er mikill spenningur eins og venjulega hjá veiðimönnum á fyrstu dögum hvers veiðitímabils og það hve vel hefur gengið fyrstu vaktirnar gefur góða von um gott sumar. En það er fleira sem kemur til. Lax hefur sést í flestum ánum á vesturlandi og einhverjum af ánum fyrir norðan en sú á sem er líklega best vöktuð af þeim öllum, Elliðaárnar, er þegar farin að sjá sína fyrstu lónbúa og í dag í glampandi sól og blíðu máttu sjá í bláa og silfraða laxa á Breiðunni. Það lágu í það minnsta fjórir til fimm laxar á Breiðunni rétt fyrir hádegið og þetta gerir ekki annað en að auka á bjartsýni fyrir því að þær væntingar sem eru fyrir þetta veiðisumar séu fyllilega réttlætanlegar. Næstu ár sem opna eru til að mynda Þverá og Kjarrá sem og Blanda sem opna á morgun og það er víst að vel verður fylgst með því. Mest lesið Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Allt á kafi í Veiðivötnum Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði 38 á land á fyrsta degi í Langá á Mýrum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði
Laxveiðitímabilið er farið af stað fyrst með góðri opnun við Urriðafoss í Þjórsá og svo í dag voru alla vega fimm laxar komnir á land í Norðurá sem opnaði fyrir veiði í dag. Það er mikill spenningur eins og venjulega hjá veiðimönnum á fyrstu dögum hvers veiðitímabils og það hve vel hefur gengið fyrstu vaktirnar gefur góða von um gott sumar. En það er fleira sem kemur til. Lax hefur sést í flestum ánum á vesturlandi og einhverjum af ánum fyrir norðan en sú á sem er líklega best vöktuð af þeim öllum, Elliðaárnar, er þegar farin að sjá sína fyrstu lónbúa og í dag í glampandi sól og blíðu máttu sjá í bláa og silfraða laxa á Breiðunni. Það lágu í það minnsta fjórir til fimm laxar á Breiðunni rétt fyrir hádegið og þetta gerir ekki annað en að auka á bjartsýni fyrir því að þær væntingar sem eru fyrir þetta veiðisumar séu fyllilega réttlætanlegar. Næstu ár sem opna eru til að mynda Þverá og Kjarrá sem og Blanda sem opna á morgun og það er víst að vel verður fylgst með því.
Mest lesið Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Allt á kafi í Veiðivötnum Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Sandá í Þistilfirði komin í gang Veiði 38 á land á fyrsta degi í Langá á Mýrum Veiði Vond veiði í Veiðivötnum Veiði