Að borða hádegismat með starfsfélögunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júní 2020 09:00 Það er um að gera að borða reglulega með starfsfélögunum. Vísir/Getty Það er allur gangur á því hvernig við nýtum matartímann okkar. Sumir taka með sér nesti. Aðrir kíkja á næsta veitingastað. Enn aðrir borða í mötuneyti vinnustaðarins og sumir skjótast til að afgreiða einhver erindi. Samkvæmt rannsóknum er það hins vegar hið besta mál og reyndar mælt með því að fólk borði reglulega hádegismat með starfsfélögunum. Umfjöllun um rannsóknina var birt í Human Performance og voru megin niðurstöður eftirfarandi. Að borða hádegismat með starfsfélögunum getur…. 1. Aukið framleiðni Samkvæmt umræddri rannsókn, sem stóð yfir í 15 mánuði, mátti sjá að samstarfsfélagar sem borðuðu reglulega saman hádegismat, unnu betur saman sem liðsheild sem aftur leiddi til þess að framleiðni vinnunnar jókst. 2. Aukið tengslamyndun og vinskap Tengslamyndunin er önnur og meiri þegar við borðum saman í samanburði við að vinna í sama rými eða á sama stað. Þótt félagsskapurinn sé sá sami verður tengslamyndunin allt önnur enda samveran meiri félagsskapur en tengdur vinnu. Vinasambönd myndast og sterkari tengsl fyrir liðsheildina. 3. Eykur starfsánægju Loks sýndu niðurstöðurnar að það að borða reglulega hádegismat með starfsfélögum jók á ánægju þeirra og hamingju. Í staðinn fyrir að tengja vinnustaðinn eingöngu við álag, verkefni eða aðrar vinnuskyldur tengir hugurinn vinnuna við eitthvað ánægjulegt og skemmtilegt. Með hverjum ætlar þú að borða hádegismatinn í dag? Góðu ráðin Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Það er allur gangur á því hvernig við nýtum matartímann okkar. Sumir taka með sér nesti. Aðrir kíkja á næsta veitingastað. Enn aðrir borða í mötuneyti vinnustaðarins og sumir skjótast til að afgreiða einhver erindi. Samkvæmt rannsóknum er það hins vegar hið besta mál og reyndar mælt með því að fólk borði reglulega hádegismat með starfsfélögunum. Umfjöllun um rannsóknina var birt í Human Performance og voru megin niðurstöður eftirfarandi. Að borða hádegismat með starfsfélögunum getur…. 1. Aukið framleiðni Samkvæmt umræddri rannsókn, sem stóð yfir í 15 mánuði, mátti sjá að samstarfsfélagar sem borðuðu reglulega saman hádegismat, unnu betur saman sem liðsheild sem aftur leiddi til þess að framleiðni vinnunnar jókst. 2. Aukið tengslamyndun og vinskap Tengslamyndunin er önnur og meiri þegar við borðum saman í samanburði við að vinna í sama rými eða á sama stað. Þótt félagsskapurinn sé sá sami verður tengslamyndunin allt önnur enda samveran meiri félagsskapur en tengdur vinnu. Vinasambönd myndast og sterkari tengsl fyrir liðsheildina. 3. Eykur starfsánægju Loks sýndu niðurstöðurnar að það að borða reglulega hádegismat með starfsfélögum jók á ánægju þeirra og hamingju. Í staðinn fyrir að tengja vinnustaðinn eingöngu við álag, verkefni eða aðrar vinnuskyldur tengir hugurinn vinnuna við eitthvað ánægjulegt og skemmtilegt. Með hverjum ætlar þú að borða hádegismatinn í dag?
Góðu ráðin Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira