Viðskipti innlent

Ráðgjafafyrirtækið Capacent gjaldþrota

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi. Ekki hefur náðst í hann í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi. Ekki hefur náðst í hann í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Capacent

Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu en síðasti dagur starfsfólksins var í dag. Um fimmtíu manns störfuðu hjá fyrirtækinu.

Samkvæmt sömu heimildum hefur það legið fyrir í nokkurn tíma að fyrirtækið ætti í rekstrarörðugleikum og fengu starfsmenn að vita það fyrir tíu dögum síðan að stjórnendur myndu óska eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Að því er segir á heimasíðu Capacent er fyrirtækið hér á Íslandi hluti af Capacent Holding AB í Svíþjóð sem var upphaflega stofnað árið 1983. Það fyrirtæki var skráð í kauphöllina í Stokkhólmi árið 2015 en félagið hefur verið með skrifstofur í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi.

Meirihluta starfsmanna Capacent á Íslandi voru ráðgjafar sem komu til að mynda að ráðningum og stefnumótun hjá íslenskum fyrirtækjum.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af Halldóri Þorkelssyni, framkvæmdastjóra Capacent, í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×