Erlent

Þingmanni vikið úr flokknum eftir handtöku

Andri Eysteinsson skrifar
Edwards hefur setið á þingi fyrir Plaid Cymru í 10 ár.
Edwards hefur setið á þingi fyrir Plaid Cymru í 10 ár. Getty/House of Commons

Breskur þingmaður úr röðum velska stjórnmálaflokksins Plaid Cymru hefur verið handtekinn vegna gruns um líkamsárás. Sky greinir frá málinu á vef sínum.

Þingmaðurinn, hinn 44 ára gamli Jonathan Edwards hefur setið á þingi fyrir Plaid Cymru í Austur-Carmarthen og Dinefwr kjördæmi frá árinu 2010. Hann hefur nú verið rekinn úr flokknum en mun sitja áfram sem óháður þingmaður þar til að rannsókn er lokið á málinu.

Í yfirlýsingu Plaid Cymru sagði að Edwards hafi verið handtekinn síðasta miðvikudag, honum hafi verið vikið úr flokknum en hann vinni vel með lögreglu að úrlausn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×