Innlent

Smitin orðin 81

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar.
Frá einum af mörgum upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm

Fimm ný tilfelli kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala nú í kvöld. Heildarfjöldi tilfella á Íslandi er því orðinn 81. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Ekki kemur fram í tilkynningu hvort nýju smitin séu innanlandssmit eða rakin til útlanda. 

Sextán tilfelli kórónuveirunnar hafa nú greinst á Íslandi undanfarinn sólarhring. Fyrr í dag, þegar heildartilfelli voru 76 talsins, voru alls átján staðfest innanlandssmit. Hin smitin voru rakin til skíðasvæða í Ölpunum.


Tengdar fréttir

Svona á að haga sér í sóttkví

Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×