Ný heimasíða fyrir Mýrarkvísl á vefinn Karl Lúðvíksson skrifar 10. mars 2020 08:41 Mýrarkvísl er krefjandi og skemmtileg á Mynd: www.myrarkvisl.is Mýrarkvísl á sér ákveðinn hóp aðdáenda sem sækir reglulega í ánna og það er engin furða því hún er í senn skemmtileg og krefjandi. Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár er varla hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til að ná góðum árangri. Hún er rúmlega 25 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni. Það er lítið um miklar fyrirstöður í ánni fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss þar sem er laxastigi. Aðeins er veitt á fimm stangir í ánni á fjórum svæðum og það eru magnaðir veiðistaðir á hverju svæði. Í ánni er bæði lax og urriði og í sumum hyljum er hreinlega mikið af urriða sem er ekkert síður spennandi að kljást við en laxinn. Það má þess vegna blanda saman góðum laxveiðitúr og urriðaveiði í þessari skemmtilegu á. Þú getur skoðað nýju heimasíðuna hér. Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði
Mýrarkvísl á sér ákveðinn hóp aðdáenda sem sækir reglulega í ánna og það er engin furða því hún er í senn skemmtileg og krefjandi. Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár er varla hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til að ná góðum árangri. Hún er rúmlega 25 kílómetra löng og á upptök sín í Langavatni. Það er lítið um miklar fyrirstöður í ánni fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss þar sem er laxastigi. Aðeins er veitt á fimm stangir í ánni á fjórum svæðum og það eru magnaðir veiðistaðir á hverju svæði. Í ánni er bæði lax og urriði og í sumum hyljum er hreinlega mikið af urriða sem er ekkert síður spennandi að kljást við en laxinn. Það má þess vegna blanda saman góðum laxveiðitúr og urriðaveiði í þessari skemmtilegu á. Þú getur skoðað nýju heimasíðuna hér.
Stangveiði Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði