Handbolti

Aron: Lofar góðu fyrir framhaldið

Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar
Aron stóð sig mjög vel í Serbíu.
Aron stóð sig mjög vel í Serbíu. mynd/vilhelm
"Það var leiðinlegt að klára þetta ekki. Við klikkuðum á fullmörgum dauðafærum. Miðað við hvernig fyrri hálfleikur spilaðist áttum við að leiða með fleiri mörkum í hálfleik," sagði Aron Pálmarsson eftir jafnteflisleikinn gegn Frökkum á EM.

"Slæmi kaflinn í upphafi seinni hálfleiks kom þeim inn í leikinn og þá fóru þeir aðeins að nenna þessu. Því miður endaði þetta með jafntefli því við vildum vinna.

"Það var vináttulandsleiksbragur á þessu. Menn að hafa gaman og reyna að komast frá leiknum án þess að meiðast," sagði Aron en hvað fannst honum um mótið í heild sinni?

"Ég er mjög ánægður með sóknarleikinn okkar. Þó svo það hafi vantað tvo lykilmenn hjá okkur þá gekk hann vel. Svo má ekki gleyma því að Lexi var ekkert með okkur í milliriðlinum.

"Það koma allir flottir inn og hjálpa til. Varnarleikurinn byrjaði skelfilega í þessu móti en þetta kom síðan.

"Vissulega ætluðum við okkur aðeins lengra hérna en ég held að við getum verið nokkuð sáttir. Þetta lofar góðu fyrir framhaldið hjá okkur," sagði Aron Pálmarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×