Innlent

Öll sýni reyndust neikvæð á Austurlandi

Sylvía Hall skrifar
Sýnatökurnar voru í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu.
Sýnatökurnar voru í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Vísir/Vilhelm

Niðurstöður úr sýnatöku Heilbrigðisstofnunar Austurlands reyndust allar neikvæðar. Alls voru 1.415 sýni tekin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi.

Sýnatökurnar voru í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu og fóru fram um síðustu helgi. Í tilkynningu er niðurstöðunum fagnað en undirstrikað að fólk haldi áfram að fylgja fyrirmælum og gæta að smitvörnum.

„Lítið má út af bregða eins og dæmin sanna og áréttað hefur verið í fjölmiðlum meðal annars og af stjórnendum Heilbrigðisstofnana nú nýverið. Förum því varlega og fylgjum leiðbeiningum áfram og líkt og við höfum gert fram til þessa,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×