Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fimm manna samkomubann gildir nú á öllum norðanverðum Vestfjörðum eftir að aðgerðir voru hertar nú síðdegis. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir stöðuna alvarlega á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem nokkur smit hafa greinst.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. Fjallað verður nánar um málið.

Appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi víða á landinu og helstu vegir eru lokaði. Íbúar í Hveragerði þurftu að moka sig út úr húsum sínum og björgunarsveitir sinntu fjölda útkalla.

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um svartar niðurstöður úr könnun meðal forsvarsmanna fyrirtækja. Nær allir sjá fram á tekjusamdrátt á næstunni.

Þá hittum við tíkina Yrju sem kom á dögunum eigendum sínum verulega á óvart með fimm hvolpum. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×